Kennarar í Yogahofinu

Haustið og vetur 2021

Eigandi og stjórnandi

Rakel Eyfjörð Tryggvadóttir

Rakel útskrifaðist sem yogakennari (270 tímar ) í mars 2019 undir handleiðslu Ástu Arnardóttur í Yogavin. Er uppeldisfræðimenntuð og hef starfað á leikskólum í fjöldamörg ár, tók ákvörðun að breyta um stefnu í lífinu eftir að hafa kynnst Yoga.   Hefur útskrifast með réttindi til kennslu á Body Love (150 tímar) sem þerapisti í meðferð um líkamsvitund.  Með réttindi til kennslufræði á Ayurveda (150 tímar)            Með réttindi til kennslu á Law of Attraction (150 tímar) fræði um aðdrátt jákvæðni úr CoE í Bretlandi. Útskrifaðist einning með réttindi til Yoga Nidra kennslu (50 tímar) undir handleiðslu Scott Moore Yoga í NY Bandaríkjunum. Hún er núna í næringarfræði sem gefur réttindi til PN1 næringarþjálfari og hefur alltaf haft líka mikið dálæti af mat og matargerð sem viðkemur heilbrigðara líferni.                                                              Rakel hefur yndi af öllum fræðum sem við koma manni, andleg og líkamleg og stefnir á áframhaldandi nám með kennslu. Hún opnaði sitt eigið fyrirtæki 2019, Yogahofið sem var hún á ferðalagi að kenna,en er komin með húsnæði til kennslu. Rakel kenndi á Akureyri í listigarðinum úti í náttúrinni sumarið 2019 og veturinn 2019- 2020 hefur hún kennt á Dalvík.

Kristín Gerður Óladóttir

Kristín Gerður er jóga og fitness þjálfari 200hr RYT + 50hr trapeze certified frá YOGABODY fitness Barcelona.  kristín hefur verið að kenna námskeið og hóptíma í World Class síðast liðið ár.  Leggur ástund á brimbretti (surf) við strendur landsins og hefur brennandi áhuga á útivist ,tímarnir hennar einkennast af fitness miðaðri þjálfun og djúpum flæðandi vinyasa tímum.

instagram:@kristingerdur

Sjálfstætt starfandi

Helena Ketilsdóttir

Helena Ketilsdóttir  útskrifaðist sem Jógakennari 2017 frá Kristbjörgu með 220 tíma nám.

Hún byrjaði strax að kenna og hef kennt síðan,er  í 500 tíma yoga námi og er að útskrifast úr því í haust . Hefur kennt yoga nidra og gong námskeið.

Hún  byrjaði að stunda jóga 18 ára og fann hvað það hjálpaði sérí gegnum þetta daglega líf að ná betri stjórn á streitu og vera í jafnvægi.

Ásamt því að vera jógakennari er hún  líka að rækta, þjálfa hross, sjúkraliði, og búin með þriggja ára nám frá Heilsumeistaraskólanum þar sem námið var að kenna okkur hin ýmsu náttúrulegar leiðir til að styðja við eigin heilsu og hvað við sjálf getum gert til að vera heilbrigðari og taka ábyrgð á hvernig  eigin lífi. 

Ilmkjarnaolíur  eru hluti af daglegri rútínu hennar og fylgja  í jógatímana fyrir þá sem vilja -Jógatímarnir  eru byggðir upp  að gefa okkur tíma- að tengjast inn á við -rennum svo ljúflega í yogastöður og endum á góðri slökun í lokin og stundum er gongslökun.

Sjálfstætt starfandi

Árný Ingveldur Brynjarsdóttir

Árný er búin að vera að kenna yoga síðan 2014 og iðka síðan 2012.

Tók 240 RYT, Iyengar yoga (Hatha based yoga) árið 2016 hjá Francois Raoult í Opensky yoga í Ljósheimum, anatómíu og líkamsstöður hjá Michael Amy sjúkraþjálfara og lærði einni Restorative yoga hjá Judith Lasater, sem er búin að kenna yoga í rúm 40 ár, kom fram með aðferðina og er doktor í sjúkraþjálfun.

Að lokum þá hef ég verið að kenna Hot yoga í World Class reglulega í gegnum tíðina.

Instagram síða: @restorativeyogaiceland

Sjálfstætt Starfandi