Kennarar 

Eigandi og stjórnandi

Rakel Eyfjörð Tryggvadóttir

Rakel útskrifaðist sem yogakennari (270 tímar ) í mars 2019 undir handleiðslu Ástu Arnardóttur í Yogavin. Er uppeldisfræðimenntuð og hef starfað á leikskólum í fjöldamörg ár, tók ákvörðun að breyta um stefnu í lífinu eftir að hafa kynnst Yoga.   Hefur útskrifast með réttindi til kennslu á Body Love (150 tímar) sem þerapisti í meðferð um líkamsvitund.  Með réttindi til kennslufræði á Ayurveda (150 tímar)            Með réttindi til kennslu á Law of Attraction (150 tímar) fræði um aðdrátt jákvæðni úr CoE í Bretlandi. Útskrifaðist einning með réttindi til Yoga Nidra kennslu (50 tímar) undir handleiðslu Scott Moore Yoga í NY Bandaríkjunum. Hún er núna í næringarfræði sem gefur réttindi til PN1 næringarþjálfari og hefur alltaf haft líka mikið dálæti af mat og matargerð sem viðkemur heilbrigðara líferni.                                                              Rakel hefur yndi af öllum fræðum sem við koma manni, andleg og líkamleg og stefnir á áframhaldandi nám með kennslu. Hún opnaði sitt eigið fyrirtæki 2019, Yogahofið sem var hún á ferðalagi að kenna,en er komin með húsnæði til kennslu. Rakel kenndi á Akureyri í listigarðinum úti í náttúrinni sumarið 2019 og veturinn 2019- 2020 hefur hún kennt á Dalvík.

Kristín Gerður Óladóttir

Kristín Gerður er jóga og fitness þjálfari 200hr RYT + 50hr trapeze certified frá YOGABODY fitness Barcelona.  kristín hefur verið að kenna námskeið og hóptíma í World Class síðast liðið ár.  Leggur ástund á brimbretti (surf) við strendur landsins og hefur brennandi áhuga á útivist ,tímarnir hennar einkennast af fitness miðaðri þjálfun og djúpum flæðandi vinyasa tímum.

instagram: kristingerdur

Sjálfstætt starfandi

Gerður Ósk Hjaltadóttir

Gerður útskrifaðist  sem yogakennari ( með 200 tíma) réttindi frá Andartak undir handleiðslu Guðrúnar Darshan.

Gerður er leikskóla kennari að mennt og starfaði meðal annars við yogakennslu í leikskólanum sem hún starfaði á.

og hefur verið dans kennari og krakka yoga kennari í fjölda ára. Einnig er hún kundalini yoga kennari og með Yoga Nidra. Hún var að bæta við sig Zumba réttindum.

Ástríða hennar felst í því að hvetja fólk til að verða besta útgáfan að sjálfri sér. Í gegnum næringu og hreyfingu. Hún vill hjálpa öðrum að fynna frelsið sem fæst við það að vera sáttur í eigin líkama.

Sjálfstætt starfandi