Námskeið & tímar hjá Rakel Eyförð 

 

Yin Djúptegjuslökun Námskeið 6*vikur

Þann 27 .apríl hefst - 6.vikna Yin Djúpstegjuslökunar námskeið

Tímarnir verða á þriðjudögum kl 17:30-19:00 

1X í viku og eru 90 mínútur hver tíminn.

 Í Yin Yoga eru mjúkar stöður sem er haldið í 3 til 5 mínútur í senn ,með aðstoð kubba og yogabandi til að líkaminn nái dýpra tegju  í slökun.  Með því að vera í mjúkri tegju náum við meiri slökun og er áheyrsla lögð á að tengja djúpa öndun inn í stöðuna til að  betri  slökun.

Það tekur líkamann um 3 til 5 mínútur að gefa skilaboð til vöðvanna að gefa eftir og fara dýpra inn í stöðuna og vekja upp bandvefskerfið sem oft er stíft og stirt af venjulegu dags amstri.

Með því að vekja upp bandvef líkamanns öðlast hann meiri liðleika og slökun sem endurnærir hann og gefur nýja orku. Í seinni hluta tímans er Yoga Nidra djúpslökun eða yogasvefn og er liggjandi leidd hugleiðsla þar sem nemendur liggja á yogadýnunni og láta fara vel um sig. Yoga Nidra er djúp slökun sem losar um spennu, þreytu og streitu og getur hjálpað til við að sofa betur. Frábært námskeið fyrir þá sem eiga við stoðkerfisvanda.

Einnig fylgir aðgangur í Yoga Nidra á meðan námskeið er.

Námskeiðið kostar 14.900 kr.

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Hatha Vinyasa námskeið 4*vikur

þann 27.apríl hefst 4*vikna  Hatha Vinyasa námskeið

Tímarnir eru 2X í vikur -Þriðjudaga kl 20:00-21:00 og Fimmtudaga kl 20:00-21:00

Frábært námskeið sem hentar bæði byrjendum og lengra komna.   Hatha Yoga inniheldur Yogastöður (asana) og öndunaræfingar og eru stöðurnar iðkaðar   hægar og stöðum haldið lengur en í Vinyasa. Hver staða gæti verið allt frá 3-10 andadrætti og veitir Hatha aukin styrk í æfingum

Vinyasa yoga flæðandi  og getur verið kraftmikið og er því frábært að blanda þessu saman í frábært námskeið sem skilar árangri í styrk og þoli. 

Einnig er frítt í yoga Nidra opna tíma á meðan námskeið er .

upphæð 14.900 kr

Kennari er Rakel Eyfjörð

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Mjúkt yoga fyrir stoðkerfið 4*vikur

27.apríl Byrjar nýtt námskeið í sorðkerfi

Tímarnir verða 2x í viku, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14:15-15:15 Námskeiðið er alltaf gagnandi og hægt er að hoppa inn í námskeiðið ef það er er laust pláss- Námskeið er 4 vikur / 8 Skipti .

Í tímunum verða gerðar léttar og styrkjandi æfingar, lærum að tengja öndun við hreyfingar og æfingar verða með yoga kubbum,yoga bönd og stól til að aðstoða líkamann sem best og stöðurnar verða lagaðar að líkama hvers og eins. Hver tími endar á djúpri og endurnærandi slökun.

Verkir í stoðkerfi líkamans getur oft leitt af sér aðra kvilla eins og streitu, ofþreytu, minnisleysi, svefnvandamál ,stífleika og einbeitingarskort. Kenndar verða góðar æfingar til þess að draga úr áhrifum verkjum í stoðkerfinu og náum við betur að fá slökun í líkamann og hann styrkist í leiðinni. Námskeiðið hefur hlotið vinsælda og er að bera mikin árangur Iðkendum ,er þetta námskeið einnig á skrá hjá Virk og hægt er að sækja um styrk hjá þeim.

Námskeiðið kostar 12.900 kr

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Yoga Nidra Opnir tíma í Djúpslökun

Opnir tímar Miðvikudag kl 12:15-13:00 og Föstudaga kl 18:00- 18:45 

Tímarnir eru opnir og hægt er að kaupa stakan tíma 1.500 kr -5 tímakort  á 6.900 kr eða 10  tímakort á 12.900 kr .

Skrá sig þarf í tímana á bókunarsíðu

https://www.picktime.com/yogahofid

HVAÐ ER NIDRA:                                                                                                         

Yoga Nidra djúpslökun er byggð upp þannig að hún hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þú kemur þér fyrir liggjandi á yoga dýnunni og leifir huganum að reika fyrst um sinn. Þú meðtekur orð leiðbeinandans og fylgir þeim eftir. Hugur og líkami komast í jafnvægi og þú færð endurnærandi hvíld. Yoga Nidra gefur hámarksslökun á lágmarkstíma og hefur hjálpað mörgum sem átt hafa við svefnleysi að stríða. „Hálftíma Yoga Nidra jafngildir fjögurra tíma svefni.“ (Swami Satyananda). Yoga Nidra er kerfisbundin aðferð til að þróa með sér slökunarhæfileika og innri árvekni. Hún er góður undirbúningur fyrir hugleiðslu. Það er hægt að læra Yoga Nidra af geisladiski eða í beinni kennslu og seinna getur maður líka leiðbeint sjálfum sér í hljóði. Það er gott að gera Yoga Nidra þegar maður er útkeyrður og spenntur, það er einnig gagnlegt við þreytu og er mikilvæg aðferð fyrir andlega þróun og vinnuna með sjálfan sig.

KAUPA KORT

 

Rakel Eyfjörð Tryggvadóttir

Rakel útskrifaðist sem yogakennari (270 tímar ) í mars 2019 undir handleiðslu Ástu Arnardóttur í Yogavin. Er uppeldisfræðimenntuð og hef starfað á leikskólum í fjöldamörg ár, tók ákvörðun að breyta um stefnu í lífinu eftir að hafa kynnst Yoga. Hefur útskrifast með réttindi til kennslu á Body Love (150 tímar) sem þerapisti í meðferð um líkamsvitund. Með réttindi til kennslufræði á Ayurveda (150 tímar) Með réttindi til kennslu á Law of Attraction (150 tímar) fræði um aðdrátt jákvæðni úr CoE í Bretlandi. Útskrifaðist einning með réttindi til Yoga Nidra kennslu (50 tímar) undir handleiðslu Scott Moore Yoga í NY Bandaríkjunum. Hún er núna í næringarfræði sem gefur réttindi til PN1 næringarþjálfari og hefur alltaf haft líka mikið dálæti af mat og matargerð sem viðkemur heilbrigðara líferni. Rakel hefur yndi af öllum fræðum sem við koma manni, andleg og líkamleg og stefnir á áframhaldandi nám með kennslu. Hún opnaði sitt eigið fyrirtæki 2019, Yogahofið sem var hún á ferðalagi að kenna,en er komin með húsnæði til kennslu. Rakel kenndi á Akureyri í listigarðinum úti í náttúrinni sumarið 2019 og veturinn 2019- 2020 hefur hún kennt á Dalvík.