Krakka yoga 1-4 bekkur

NÁMSKEIÐIÐ BYRJAR 17.JANÚAR 2021 Skráning -

 1.sinni í viku .8 vikur 1-2 bekkur Sunnudaga kl.13:00-14:00 3-4 bekkur Sunnudaga kl.14.30-15:30 Námskeið fyrir hressa krakka sem hafa gott og gaman af því að vera í litlum hópum, styrkja sjálfstraustið, auka styrk og liðleika. Við kynnumst jóga í gegnum leik, dans,spuna og söng og lærum muninn á slökun og spennu. Lærum auðveldar hugleiðslur þar sem við notumst við möntrur sem krakkarnir geta nýtt sér í daglegu lífinu .

Börnin eru fljót að tileinka sér jógað og finna að það hjálpar þeim í leik og starfi. Á námskeiðinu erum við einnig að æfa framsögn, tala um tilfinningar og æfa okkur að hlusta og taka tillit til annarra. Mikil sjálfsstyrking á sér stað í þessum tímum þar sem hver og einn fær tíma og rými til að vera frjáls. Markmiðið námskeiðsins er að barnið finni styrkleikana sína og nái að skína á sínum forsendum. Í lok hvers tíma eru börnin leidd í stutta og notalega slökun.

Skráning -https://rosenborg.felog.is/

Námskeið kostar 14.900 kr