May. 18, 2021

Vinnustofa 12.júní (opið fyrir skráningu)

Bakfettur og hjartaopnun (Heart -opening backbend flow)
 
Viltu auka orku og líða vel í eigin líkama?
Bakbeygjur eru einar mest krefjandi jógastöðum þar sem þær krefjast bæði opnunar í baki og bringu. Þær veita styrk í öxlum, höndum og maga. Yogaflæðið byggist á að opna axlir og efri hluta líkamans, og styrkja maga í gegnum vinyasa flæði. 

Þessi vinnustofa miðar á því að læra mismunandi leiðir til að komast í bakfettur. Bakfettur er eitthvað sem við viljum öll upplifa einhvern tíma en við vitum oft ekki hvering, eða við erum föst og það er erfitt að komast áfram. Með réttum undirbúningi getum við styrkt hrygginn og aukið sveigjanleika í efri hluta líkamans. Lögð er áhersla á að aðlaðga jógastöðurnar að þinni getu. Við munum styðjast við kubba, jógabönd og teppi.

Ég heiti Margrét Ósk og kenni SmartFlow yoga í Orkustöðinni í Reykjanesbæ. SmartFlow yoga leggur áherslu á að einblína á öndun og góðar leiðbeiningar og lagfæringar í yogastöðum. Yogatímarnir gera öllum kleift, óháð lögun, styrk eða sveigjanleika, að finna eigin tjáningu í hverri yogaposu.

Tímasetning: 12.júni - kl.11-12:30. 
 
Hlakka til að sjá þig kveðja Margrét


Skráning beint á kennarann- margret.einars@icloud.com