May. 25, 2021

Síðastu námskeiðin fyrir sumarfrí


Stoðkerfisnámskeið og Yin djúpslökunar námskeið
1 júní  Byrjar nýtt námskeið í sorðkerfi ❤
Tímarnir verða 2x í viku, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14:15-15:15 Námskeiðið er alltaf gagnandi og hægt er að hoppa inn í námskeiðið ef það er er laust pláss- Námskeið er 4 vikur / 8 Skipti .
Í tímunum verða gerðar léttar og styrkjandi æfingar, lærum að tengja öndun við hreyfingar og æfingar verða með yoga kubbum,yoga bönd og stól til að aðstoða líkamann sem best og stöðurnar verða lagaðar að líkama hvers og eins. Hver tími endar á djúpri og endurnærandi slökun.
Verkir í stoðkerfi líkamans getur oft leitt af sér aðra kvilla eins og streitu, ofþreytu, minnisleysi, svefnvandamál ,stífleika og einbeitingarskort. Kenndar verða góðar æfingar til þess að draga úr áhrifum verkjum í stoðkerfinu og náum við betur að fá slökun í líkamann og hann styrkist í leiðinni. Námskeiðið hefur hlotið vinsælda og er að bera mikin árangur Iðkendum ,er þetta námskeið einnig á skrá hjá Virk og hægt er að sækja um styrk hjá þeim.
Námskeiðið kostar 12.900 kr

Þann 8 júní hefst - 4.vikna Yin Djúpstegjuslökunar námskeið ❤
Tímarnir verða á þriðjudögum kl 17:30-19:00 
1X í viku og eru 90 mínútur hver tíminn.
 Í Yin Yoga eru mjúkar stöður sem er haldið í 3 til 5 mínútur í senn ,með aðstoð kubba og yogabandi til að líkaminn nái dýpra tegju í slökun. Með því að vera í mjúkri tegju náum við meiri slökun og er áheyrsla lögð á að tengja djúpa öndun inn í stöðuna til að betri slökun.
Það tekur líkamann um 3 til 5 mínútur að gefa skilaboð til vöðvanna að gefa eftir og fara dýpra inn í stöðuna og vekja upp bandvefskerfið sem oft er stíft og stirt af venjulegu dags amstri.
Með því að vekja upp bandvef líkamanns öðlast hann meiri liðleika og slökun sem endurnærir hann og gefur nýja orku. Í seinni hluta tímans er Yoga Nidra djúpslökun eða yogasvefn og er liggjandi leidd hugleiðsla þar sem nemendur liggja á yogadýnunni og láta fara vel um sig. Yoga Nidra er djúp slökun sem losar um spennu, þreytu og streitu og getur hjálpað til við að sofa betur. Frábært námskeið fyrir þá sem eiga við stoðkerfisvanda.
Einnig fylgir aðgangur í Yoga Nidra á meðan námskeið er.
Námskeiðið kostar 12.900 kr.