Meðgöngu jóga byrjar 11. 0ktober- 5vikur

Meðgöngujóga með Kristínu Gerði

–  Nýtt námskeið mánudaginn 11 oktober 

Tímarnir verða tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga kl 18:45-20:00.

Vertu velkomin kæra móðir í fallegt 6 vikna námskeið í meðgöngujóga. Í tímunum er áhersla lögð á öndun og slökun sem er mikilvægur undirbúningur fyrir fæðingu. Einnig gerum við jóga stöður og æfingar lagaðar að breyttum þörfum þínum á þessum dásamlega og krefjandi tíma.

Við munum tóna og tengja inn á grindarbotninn og þyndina, njóta endurnærandi hugleiðslu og leiddum slökunum í fallega jóga salnum okkar í Yoga Hofinu.

Kristín Gerður er menntaður einkaþjálfari og næringarráðgjafi, jóga og meðgöngu jóga kennari og er sjálf komin 5 mánuði á leið með sitt fyrsta barn svo þetta verða eflaust alveg einstakir tímar!

 

Verð 19.900 kr

Skrá mig á námskeið