Yoga Nidra slökun

Yoga Nidra OPNIR Tímar

Yoga Nidra Opnir tíma í Djúpslökun - Opnir tímar

Tímarnir Byrja aftur í september.

7.september fyrsti tíminn  - þriðjudaga kl 12:15- 13:00

8.september fyrsti tíminn -miðvikudaga kl 12:15-13:00

10.september fyrsti tíminn-föstudaga kl 17:15-18:00

Tímarnir eru opnir og hægt er að kaupa stakan tíma 1.500 kr -5 tímakort á 6.900 kr eða 10 tímakort á 12.900 kr .

Skrá sig þarf í tímana á bókunarsíðu -smella á linkinn- https://www.picktime.com/yogahofid

HVAÐ ER NIDRA: Yoga Nidra djúpslökun er byggð upp þannig að hún hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þú kemur þér fyrir liggjandi á yoga dýnunni og leifir huganum að reika fyrst um sinn. Þú meðtekur orð leiðbeinandans og fylgir þeim eftir. Hugur og líkami komast í jafnvægi og þú færð endurnærandi hvíld.

Yoga Nidra gefur hámarksslökun á lágmarkstíma og hefur hjálpað mörgum sem átt hafa við svefnleysi að stríða. „Hálftíma Yoga Nidra jafngildir fjögurra tíma svefni.“ (Swami Satyananda). Yoga Nidra er kerfisbundin aðferð til að þróa með sér slökunarhæfileika og innri árvekni.

Hún er góður undirbúningur fyrir hugleiðslu. Það er hægt að læra Yoga Nidra af geisladiski eða í beinni kennslu og seinna getur maður líka leiðbeint sjálfum sér í hljóði. Það er gott að gera Yoga Nidra þegar maður er útkeyrður og spenntur, það er einnig gagnlegt við þreytu og er mikilvæg aðferð fyrir andlega þróun og vinnuna með sjálfan sig.

kennari : Rakel Eyfjörð

❤KAUPA KORT ❤