Yoga Flæði

UPPFÆRT 30 ÁGÚST -2 PLÁSS LAUS 

Langar þig að starta haustinu með stæl ?

-Byrjandi-Upprifjun -Start- Búst -

Þá er þetta einmitt það sem þig vantar og frábært START fyrir veturinn – 3.tímar á viku í þrjár vikur. 

Námskeið byrjar-  6.september -25.september. ( 9.tímar) 

Mánudaga kl. 17:00-18:15- (75 mín) -

miðvikudaga kl 17:00-18:00 (60 mín),

laugardaga kl 10:00-11:15.(75 mín)

Mánudaga og miðvikudaga verður farið ítarlega í tækni og styrktaræfingar. Á laugardögum verður Vinyasa tími þar sem unnið er með það sem búið er að fara í gegnum í hinum tímunum.  Einnig verður lokuð facebook grúbba með fræðilegum upplýsingum, stutt video með auka styrktar-æfingum og teygjum sem hægt er að gera heima. 

Á námskeiðinu fylgir 30. mínutna einkatími, sem þú getur nýtt þér til að skoða líkamsstöðu þína vel í flæðinu, bæta hana og gera betur.

Einnig er frítt í alla Yoga Nidra tíma á meðan á námskeiðinu stendur. 

Um námskeiðið-

 Yogaflæð eða Vinyasai er hreyfing í takt við andadráttinn og það fyrsta sem við lærum er haföndun sem gott er að tileinka sér í yoga og hjálpar það bæði líkama og hug að sameinsast í æfingum. 

Á þessu námskeiði förum við dálítið í grunninn á Vinyasa flæði og tökum fyrir sólarhyllinguna sem verður beinagrind okkar á námskeiðinu.  Í hverjum tíma bætum við alltaf aðeins meira við og mun það efla öryggi þitt með hverjum tíma. Þú lærir tæknilega að fara í chaturanga (copra) úr planka - að stíga fram úr hundi til jarðar, hoppa fram og aftur í flæðinu úr einni stöðu í aðra. Lærir að nota kubba þegar við á í þær stöður sem henta þér.

Við munum einblína á að byggja upp dýpstu magavöðva okkar (inner core) til að aðstoða hrygginn í æfingum –við lengjum og styrkjum hrygginn meðvitað. Við hreyfum okkur mikið, svitnum og höfum gaman á meðan.

Námskeiðið hentar vel þeim sem vilja læra betur Vinyasa flæði, ná tæknilega hverri stöðu fyrir sig, auka liðleika, styrkja sig, leika sér og hreyfa sig í frjálsu flæði.

Hentar byrjendum sem og lengra komnum.

Námskeið kostar 23.900 kr

❤SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Kennari: Rakel Eyfjörð