Aug. 25, 2021

Opnum aftur í lok ágúst

Þá er lífið að komast aftur í réttar skorður eftir sumarið.
Í haust verður boðð upp á fjölbreitt yoga starf og flestir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Það er oft erfitt að taka fyrsta skrefið eftir langt frí og að byrja aftur í hverslags hreyfingu , mikilvægt er því að gefa sér tíma að skoða hvað hentar hverju sinni
.
Í yogaHofinu eru allir kennarar á eigin vegum og verður boðið upp á einhverjar nýjungar í haust og vetur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest aftur og einnig er vel tekið á móti nýjum iðkendum.

Eigum skemmtilegt haust saman .