Jóga Flæði Ashtanga

Jóga flæði og slökun í skammdeginu .

Námskeið í 5 vikur frá 15. Nóvember til 16. Desember.

Tímarnir eru á mánudögum og fimmtudögum klukkan 19:00 – 20:00.

Verð 16.000 Kr.

Í skammdeginu og jólastressinu getur verið gott að tengjast innávið og ná að sleppa streitu og áreiti sem oft fylgir þessum árstíma. Í þessum tímum verður boðið upp á mjúkt og styrkjandi Jógaflæði flæði byggt á Ashtanga hefðinni. Við leggjum áherslu á öndun með hreyfingu og í lok hvers tíma gefum við okkur góðan tíma í djúpa og góða slökun.

Tímarnir henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Ashtanga yoga byggist á hefðbundnu Indversku jóga. Stöðurnar í Ashtanga vinyasa yoga eru gerðar í flæði þar sem við tengjum saman öndun og hreyfingar.

Kennari er Kolbrún Reynisdóttir

 hægt að skrá sig með því að senda póst á kolla@probus.is, eða hringja í 862 2109