Oct. 25, 2021

Kolbrún Reynisdóttir verður með námskeð í Nóvember


Kolbrún hefur stundað jóga í mörg ár og lauk 200 tíma kennaranámi í Ashtanga jóga hjá Arielle Nash,
Ashtanga Yoga Victoria í júní 2021. Námið var sett upp í samstarfi við Óm Yoga og Gongsetur hjá
Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur.
Kolbrún hefur einnig lokið Yoga Nidra kennaraþjálfun árið 2018 hjá Matsyendra Saraswati.
Kolbrún leggur áherslu á mjúkt en styrkjandi jógaflæði sem byggir á Ashtanga hefðinni (Ashtanga Vinyasa
Yoga). Hver tími endar á góðri og djúpri slökun. Í tímunum er leitast við að halda öllu auka áreiti í
lágmarki.