Nov. 8, 2021

Restorative um jólin og í janúar

Restorative um jólin og í janúar
Það verður jólakósý stemning á djúpslökunar námskeiðinu í desember og enn meiri hvíldar og slökunarstemning í mjúka myrkrinu og snjónum í janúar.
Við njótum róandi umhverfis, kertaljósa og hlýrra, mjúkra púða við slökunina okkar . Markmið okkar er að slaka á taugakerfinu okkar og djúpvöðvum. Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir einstaklinga með vefjagigt, burn-out og síþreytu. En að sjálfsögðu öll velkomin að hvíla, njóta og losa um þreytuna og slenið.
Námskeiðið er þrjá miðvikudaga í desember og þrjá í janúar, 8.des-22.des og 5. jan-19.jan.
Námskeiðið kostar 14.000 kr