Að iðka jóga er ekki eins mikil áskorun og flestir halda. Jóga er líkamleg, hugleg og andleg iðkun og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi því úr mörgu er að velja. Jóga getur haft gríðaleg áhrif á okkar líf því að stunda jóga eikur það liðleika á vöðvum og liðum , og líkaminn allur stirkist.
Kennarar eru lika misjafnir eins og þeir eru margir og ekki eru allir jafn hrifnir af því sama, hvorki tímana né kennarann sjálfan...sem betur fer því annars væru allir kennarar að gera það sama og allir eins.
Gott er að prófa sig áfram með bæði og ef eitthvað stendur uppúr og það hentar þá að sjálfsögðu sækja í það 🙏
Ef þú iðkar jóga eða prófað jóga er stundum gott að staldra við og hugsa um áhrif þess á heilsuna og skoða hvort það hafi haft einhverjar breytingar í för með sér. Endilega deildu reinslu þinni með okkur , okkur langar að heyra hver er þín upplifun ?