Vinyasa jóga
Updated: Jan 29, 2022
Vinyasa er algengasta iðkun í yoga og eru flestir kennslutímar einnig á Íslandi í vinyasa flæði. Vinyasa hefur tilhneigingu til að vera kröftugri stíl en Hatha yoga og er meira flæði á hreyfingu svo það hentar vel bæði byrjendum og lengrakomna. það samanstendur af hreyfingu og öndun,þar sem innöndun er í eina hreyfingu og út öndun í aðra. Venjulegur tími byrjar á léttri upphitun og nokkra hringi af Surya Namaskara A (sólarhillingunni) til að byggja upp meiri hita á líkama fyrir ákafari stöður sem eru gerðar í lok tímans og byggja upp flæði frá upphafi tímans til enda. Vinyasa tímin er vanalega 60-90 mín. Surya Namaskara A (aðferð)
Byrja standandi í fjallinu (Tadasana),með fætur saman og hendur með síðu. Löng hryggjasúla.
inn öndun-lyfta höndum upp að höfði, ,snúa lófum upp og þeir mætast fyrir ofan höfuð saman (bænarstaða)
Út öndun – Frambegja, begja sig fram með beint bak og hendur snerta jörðu fyrir framan fætur (eða í átt að jörðu),hvirfill beinir í átt að jörðu. (gott er að begja hné til að létta á frambeigjunni bæði)
Inn öndun– Lifta hálfa leið upp, hendur hvíla á hnjám og beint bak fram og hvirfill fram
Út öndun – stíga í planka,sterkar hendur og fætur,spenna kvið og beint bak , fara í Chaturanga Dandasana
Inn öndun – hundur til himins, opna bringu og og rist í jörðu,axlir aftur (opnar) og horfa fram eða örlítið upp til himins.
Út öndun – krúlla undir þig tærnar,lyfta mjöðmum og baki upp (hægt að ganga aðeins fram áður en þú liftir þér) .Komdu þér fyrir í hundur til jarðar og haltu stöðunni í 5 andardrætti…. 1…..2…..3…..4…..5…. í í síðustu frá öndun-beigðu hné og líttu í átt á milli handa.
Inn öndun – stígðu eða hoppaðu fram milli handa ,hendur í átt að jörðu og horfa fram
Út öndun – Frambegja, begja sig fram með beint bak og hendur snerta jörðu fyrir framan fætur (eða í átt að jörðu),hvirfill beinir í átt að jörðu. (gott er að begja hné til að létta á frambeigjunni bæði)
Inn öndun- teigðu höndum til hliðar og rísa upp með beint bak og hendur fylgja yfir höfuð í bænastöðu,lengja háls.
Út-öndun Samasthiti . standandi staða.
