top of page
Search

Hatha Yoga

Updated: Jan 29, 2022

Hatha Yoga æfingar er að samhæfa andardráttinn, hreyfingu líkamans og huga okkar. Yfirleitt er hver tími á námskeiði í Hatha Yoga 45 til 90 mínútna langur. En eins og áður segir byggjast tímarnir á samhæfingu öndunar, ( léttum) yoga stöðum og hugleiðslu, en hver kennari útfærir tímann fyrir sinn hóp.

Hatha námskeið eru oft góður staður til að byrja að iðka yoga, vegna þess að þeir veita betur kynningu á grundvallar yogastöðum og eru hægari hreyfingar.


FRÓÐLEIKSMOLAR

Á sanskrít þýðir Hatha “afl”. Hatha yoga öndunartækni má rekja aftur til 1. aldar, bæði í búddískum og hindú textum, en það liðu önnur 1.000 ár áður en notkun yoga stellinga (eða asana) og meðvirk öndun voru skráðar, sem leið til aukinnar lífsorku. Klassískt Hatha yoga var svo þróað á 15. öld en það inniheldur leiðsögn um rétta stellingu líkamans (asana), öndunaræfinga (pranayama), (mudras) eða stillingum handa og hugleiðslu til að ná innri tengingu sjálfan sig

Þó fræðin séu um 2000 ára gömul er það ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar sem það kom til Ameríku og náði almennum vinsældum. það ét sem sé á sjötta áratugnum sem Hatha yoga er kynnt fyrir milljónum heimila, víðsvegar um Ameríku, með hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Richard Hittleman „Yoga For Health“.

Nokkrum árum seinna færði Maharishi Mahesh Yogi, sem var andlegur ráðgjafi Bítlanna, nýja útfærslu af yoga til almenning með blöndu af hugleiðslu og yoga saman. Áhugi almennings og vinsældir á þessari tegund yoga jókst gífurlega og í dag er Hatha yoga þekkt um allan heim sem ein besta heilsuefling fyrir fólk á öllum aldri.24 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page