top of page

Stoðkerfisjóga árið 2023

Yogahofinu hefur loksins búið til lógó fyrir Stoðkerfisjógað sem hefur verið í þróun í 5 ár. Hefur Stoðkerfisjógað hefur verið að vaxa og þroskast og mótast þennan tíma,iðkendur hafa verið sáttir með tímana sem eru sérhæfðir fyrir stoðkerfið. Fyrst hvað er stoðkerfið ?

Það er allt sem viðkemur líkama og hug mannsins. Athygli er dregin að losa um spennu,styrkja líkamann,liðka og lengja vöðva,losa um bandvefinn,hlúa að innri líðan og vekja upp meðvitund á sér. Að vera meðvituð um eigin líðan á líkama og sál er svo mikilvægt. Stundum erum við með góða getu í hreyfingu og stundum ekki. Við erum aldrei eins. Hver dagur er öðruvísi og er það mjög mikilvægt að skoða sig hverju sinni bæði í daglegu lífi og í iðkun.

Markmið með þessu sérhæfa jóga = Stoðkerfisjóga.. er að læra að hlúa að sér. Í tímunum færð þú verkfæri sem gagnast þér í daglegu lífi til að takast á við þinn eiginn líðann á líkama og sál.

Árið 2023 mun yogahofið leggja sig fram í að reina að ná til sem flestra með stoðkefisjóga og mun breiða út vængi sína með kennslu einnig á netinu.

Þetta eru spennandi tímar og margt nýtt að læra og vinna að á þessu ári.



15 views0 comments
bottom of page